SKYLDULESNING

Hinn skeleggi menntamálaráðherra vinstri grænna hefur valdið til að kippa þessu í liðinn. En það er segin saga að nýjir valdhafar framkvæma ekki nokkurn skapaðann hlut. Það skal jafna lífskjör allra þannig að allir hafi það jafn skítt.

Hvað hefur gerst frá kosningum ? Ekkert

Hvernig væri að einhver af þessum ráðamönnum reyndi að berja bjartsýni í mannskapinn. Það er með ólíkindum að í rauninni enginn og þá segi ég enginn lemur sér á brjóst og hvetur fólk til dáða, nei við skulum halda áfram að væla og gera alla jafn andskoti dapra í kringum okkur því það er jú kreppa. Bölmóður og svartsýni er ekki leiðin útúr vandanum heldur bjartsýni og baráttuþrek.

Fyrir tæpu ári stóðu menn klökkir af gleði vegna nokkurra drengja sem með baráttuþreki og bjartsýni náðu háleitu markmiði með samstöðu í Peking. Við hlið Ingólfs stóðu menn öxl í öxl og menn stóðu saman.

Hvernig væri að menn rifu sig upp á rassgatinu og reyndu að hvetja fólk til dáða, öðruvísi getum við ekki losað okkur úr klemmunni. Stöndum saman, við eigum ekki að þurfa að horfa uppá náunga okkar loka sig inni í þunglyndi vegna þess að hann hefur ekki þak yfir höfuðið eða hefur ekkert að borða.

Hvar er samstaðan sem hefur einkennt þessa þjóð ?

Ég hvet einhvern málsmetandi mann sem þjóðin hlustar á að standa í lappirnar og hvetja menn til dáða. Ef við eigum að ganga inn í sumarið með því viðhorfi sem nú er við lýði hvernig verður þá haustið og veturinn.

Hryllingur

Við þurfum jákvætt viðhorf ekki seinna en strax.

Ég óska öllum góðs gengis.

Án bjartsýni höfum við ekki neitt.

Ég sagði stundum á sjónum þegar þungt var yfir mannskapnum "Töpum ekki gleðinni"

Lifið heil


mbl.is Hundeltur af LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Ég er algjörlega sammála þér Sigurður, það er bara engu líkara en að Heilög Jóhanna og hennar lið ætli að ætli viljandi eða af kjánaskap að drepa niður alla VON og allt baráttuþrek í þessari þjóð.  Þjóðin mun ekki vinna sig útúr kreppum með innheimtumenn ríkissjóðs (sem á allar kröfurnar) á hælunum og vonlaus í þokkabót..  Það sem Íslenska þjóð skortir er Leiðtogi, sem skilur ástandið og getur barið okkur baráttuanda í brjóst.  Tími Jóhönnu Sigurðardóttur er liðinn. 

Magnús Guðjónsson, 6.5.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband