Þetta var ég

Þeir sem eru argir útaf sprellinu og finnst að sér vegið bið ég afsökunar. Hinum sem fannst þetta fyndið þakka ég fyrir. Í okkar yndislega landi þar allt er í rjúkandi rúst þarf eina litla frétt af ísbirni sem í raun er stór bangsi til að koma landinu á hvolf, ef einhver getur sagt hryllingssögu af birni étandi börn eða fullorðna á síðustu 200 árum þá þigg ég þá sögu með þökkum. Ég held að menn ættu að halda aðeins aftur af sér í að gagnrýna þetta sprell. Fjölmiðlar hlupu á sig annan dag en þann 1. apríl.

Fjölmiðlar eru stútfullir af neikvæðum fréttum alla daga og ég vona að fjölmiðlar fari að kveikja á perunni að eitthvað jákvætt sé að gerast og reyni með jákvæðni að koma okkur öllum í gegnum þessi ósköp sem hafa gengið yfir okkur.

Ég vil taka það fram að ég einn átti hugmyndina og framkvæmdina af hrekknum. Það er einkar leitt að Oddfellowreglan skuli dregin í þessa umræðu að ósekju. Allar þær færslur sem birst hafa bera sama keim og fréttin. Menn skulu hafa það sem satt reynist. Fréttin var ósönn og hver var skaðinn. Enginn. Lögregluþjónn fékk of mörg símtöl sem hann hafði engin svör við. Er það allur skaðinn. Vissulega spann ég upp sögu fyrir fréttamenn og ef þeir hafa ekki húmor fyrir tiltækinu þá er eitthvað að.

Komið endilega með athugasemdir varðandi fréttina því að á meðan við tölum ekki um atvinnuleysi, verðbólgu gengisfall krónu eða lækkandi húsnæðisverð þá getum við kannski komið jákvæðari umræðu og uppbyggilegri að í fréttum líðandi stundar.

Verum bjartsýn

Lifið heil


mbl.is Ísbjörninn blekking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert snillingur! Ég hló mig máttlausan yfir þessum tilburðum í dag og þá sérstaklega hvað Morgunblaðsfréttamönnum fannst þetta stórt mál og að viðkomandi skuli sæta refsingu fyrir þetta!

Við þig segi ég: Frábært framtak!

Við blaðamenn og fjölmiðla segi ég á góðri ísl-ensku: Lighten up dúds!

Hjalti Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Sigurður og takk fyrir glettinn grikk. Ég, rétt eins og margir aðrir, lét gabbast og sendi inn blogg áður en sannleikurinn var opinberaður.

Margir hafa farið mikinn af hneykslan og vandlætingu yfir þessu uppátæki. Ég held að það stafi aðallega af gremju yfir að hafa verið gabbaðir. Vonandi sjá þeir ljósið um síðir.

Blogg mín um atburðinn má sjá hér og hér.

Bestu kveðjur og takk fyrir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2009 kl. 23:52

3 identicon

Já, það er rosalega fyndið að plata fjölmiðla. Það er sko alls ekki bjánalegt að plata fjölmiðla þannig að þeir birti platfréttir. Það væri gaman ef allir gerðu þetta, a.m.k. einu sinni í viku.  Jafnvel oftar, þá væru svo margar skemmtilegar fréttir í miðlunum.

Það er líka eitthvað að þeim sem finnst ekki svona plat fyndið, þú ert náttúrúlega sá sem leggur línuna um hvað sé fyndið og hvað ekki. Þetta á að vera fyndið og því hlæjum við öll.

Og þetta er líka svo jákvæð frétt frá þér, ísbjörn að ganga á land. Best að skjóta hann. Það er svo jákvætt. Fleiri dýr á land til að skjóta!

En það er villa í textanum þínum hér að ofan því þú segir að „menn skulu hafa það sem satt reynist“. Það er ekki alveg rétt hjá þér ef við eigum að plata fjölmiðlana annað slagið.

Ólafur (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 01:06

4 identicon

Þetta var ágætt framtak hjá þér. Ég stend með þér í þessu. Það er þörf á að fara að venja landann af svona móðursýki. Að tala um birni sem einhverja svo óskaplega vá að það þurfi að ræsa út lögreglu og hóp skotmanna ef fréttist af svona skepnu fjarri byggð er hlægileg. Það er hins vegar eðlilegt að fylgjast með þeim eins og vaninn er með fágæt náttúrufyrirbæri.

Þessir birnir sem gengu á land í fyrra voru illa haldnir af hungri en gerðu samt enga tilraun til að nálgast fólk sem var að forvitnast nálægt þeim. Þvert á móti, þá reyndu þeir að forða sér þegar menn gerðust of nærgöngulir. Samt trúir fólk að birnir elti fólk til að drepa og eta, þrátt fyrir að engin staðfest dæmi séu til um slíkt. Öll villt dýr geta verið hættuleg í sjálfsvörn. Maðurinn er ekki náttúruleg bráð neinna dýra. Þess vegna fara engin dýr á mannaveiðar, þau aðeins verja sig af mikilli hörku ef að þeim er þrengt. Hjartardýr hafa verið mannskæðust við slíkar aðstæður.

Um daginn var skotin birna með tvo húna í Tasilak (Ammassalik). Hún hafði riðið húsum í orðsins fyllstu merkingu. Sem sagt klifraði upp á húsþök. Þegar búið var að reyna, árangurslaust, í tvo sólarhringa að fæla hana burt úr bænum, þá neyddust menn til að skjóta. Engin íslensk móðursýki þar.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 02:02

5 identicon

Mikið ósköp máttu skammast þín, og skelfing ertu aumkunarverður. En þú sleppur trúlega með tiltækið vegna samtryggingartengsla Oddfellowa og annarra íslenskra klíkubræðralaga, sem hjálpa hverjum öðrum bjánanum. Það hefði verið annað uppi á teningnum ef óbreyttir hefðu tekið upp á slíkum bjánaskap. Því þetta er ekkert annað en BJÁNASKAPUR, og lýsir trúlega þér best.

Jóhann Hlíðar (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 05:07

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

"Það hefði verið annað uppi á teningnum ef óbreyttir hefðu tekið upp á slíkum bjánaskap."

 Siggi, ertu breyttur? Kannski stökkbreyttur? Til hamingju samt með að hafa spilað Moggann upp úr skónum. En við verðum víst að sætta okkur við það að stór hluti þjóðarinnar eru húmorslausar dramadrottningar og því verður ekki breytt.

Víðir Benediktsson, 10.5.2009 kl. 08:17

7 Smámynd: Sigurður Ingi Kristinsson

Ég er nú bara orðlaus yfir þessum "brandara". Ég vona að þú/þið verðið rukkaðir um hvern þann kostnað sem af þessu var ef einhver var. Auka sekt fyrir að vera svona "fyndnir" væri ekki óvitlaust líka.

Ég hristi bara hausinn yfir þessu..

Sigurður Ingi Kristinsson, 10.5.2009 kl. 10:11

8 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Ég er akkúrat mitt á milli í þessu máli.  Innst inni í mér skríki ég af kátínu.  Að finna upp á þessu ber vott um hugmyndaauðgi og er virðingaverð.  Margir brostu og hlóu og það er jákvætt.

hinsvegar fóru einhverjir peningar okkar skattborgara í þetta og ekki veit ég hvað það var mikið.  Það er ábyggilega hægt að finna það út.  Siggi, settu nú bara fram eitt stykki ísbjörn í búðina með söfnunarbauk og við leggjum okkar af mörkum til að jafna þetta út.

Ég er sammála þessu um móðursýkina í landanum.  Við erum einstaklega fljót að missa okkur og Lúkasarmálið er jú gott dæmi um það.

Gerum svo ekki meira úr þessu.  Siggi!  Skamm skamm! farðu út í horn í eina mínútu og höldum svo áfram með líf okkar

Brosveitan - Pétur Reynisson, 10.5.2009 kl. 11:30

9 identicon

Þetta var gjörsamlega drepfyndið. Kostnaður hvað? Ég veit að það eru mjög margar skyttur um allt land, sem myndu borga stórfé fyrir að fá að skjóta ísbjörn. Varðandi kostnað lögreglunnar hmmmm...... tveir menn eknir af stað á vettvang. Var e-r annar kostnaður ? Jú, sennilega var búið að setja flugvél í gang fyrir Kolbrúnu Halldórsdóttur, svo að hún gæti skotist norður með her manns til að skoða fyrirbærið og til að "taka ákvarðanir", sbr. hreindýrskálfinn Líf. Hvað kostaði sú vitleysa skattborgarana?

Frábært framtak Sigurður. Meira líf í landann.

Jason (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband