Fyndinn

Þegar ég heyri í Bubba M. snúast eina ferðina enn sjálfum sér til hagsbóta þá verður mér óglatt. Maður sem fer fleiri hringi í skoðunum en kínversk skopparakringla er að verða frekar leiðinlegt fyrirbæri. Hann minnir mig óneitanlega á Ólaf R. Grímsson sem einhverra hluta vegna hefur farið ótrúlega vel út úr þeim hremmingum sem á okkur hefur dunið. Það er öllum hollt að skipta um skoðun en Bubbi naut veislunnar jafnvel og fjármálagammar landsins þegar best lét. Hann veiddi með hröfnum og mávum í bestu ám landsins og spyrrti sig saman við aðalinn. Þegar græðgi í meiri gróða rekur mann áfram er alltaf gott að benda á aðra þegar illa fer. Það heyrðist lítið í Bubba í þessu svokallaða góðæri sl. ár. Allann þann tíma voru einstaklingar sem höfðu það ekkert betra en áður, heldur verra ef eitthvað er þegar hækkandi húsnæðisverð og aðrir þættir þrengdu enn frekar að stórum hópum samfélagsins. Þá var lítið sungið lítilmagnanum til stuðnings. Bubbi er fínn tónlistarmaður en afleitur málsvari almennings í landinu og er á engann hátt trúverðugur fulltrúi þeirra. En tek undir að Davíð þurfi að víkja. Lifi bjartsýnin.
mbl.is Alltaf má treysta á Bubba Morthens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Nú verð ég að taka aðeins upp handskann fyrir Bubba.

Fyrst og fremst vegna þess að Bubbi er og hefur alltaf verið málsvari þeirra sem minna mega sín og þú virðist gleyma hér þegar hann deildi á Björk og Sigurrós fyrir að sinna ekki slíku fólki frekar en náttúru landsins.

Bubbi hefur aldrei neitað því (svo ég viti) að hafa leift sér að njóta lífsins, enda hver myndi ekki gera það ef hann fengi tækifæri til. Hins vegar fullyrði ég að hann hafi heldur aldrei hætt að minna menn í þjóðfélaginu á aðstæður ýmissa manna.

Hvað varðar það að skipta um skoðun þá telst það vera hið fullkomna heilbrigði að skipta reglulega um skoðun. Sá sem aldrei skiptir um skoðun á ævinni lifir í lýgi eða sjálfsblekkingu. Engin getur ávallt haft rétt fyrir sér og stundum hafa menn mótað sér skoðun út frá ákveðnum atriðum en nýjar upplýsingar geta breytt þeirri skoðun.

Mér þykir miður þegar menn draga ú þeim krafti sem Bubbi getur haft, ekki vegna þess að ég þekki hann eitt né neitt heldur vegna þess sem hann hefur þó gefið landi og þjóð  og hversu óhræddur hann er að leggja nafn sitt við ýmislegt sem liggur honum á hjarta.

Gleymum því ekki að reynt var að þagga niður í honum með því að taka þorláksmessutónleikana af dagskrá RÚV, bara af því að hann sagði upphátt það sem aðrir hugsuðueða sögðu í hljóði. 

Kristján Logason, 11.2.2009 kl. 09:59

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Burtséð frá gagnrýni fyrir að einblína á nátturúvernd (sem er góðra gjalda verð) þá hefur Björk líka verið að reyna að styðja við nýsköpunarstarf núna í kreppunni, sem er gott framtak. Ég er heldur ekki frá því að ég hafi séð til liðsmanna Sigur Rósar við Alþingishúsið að kvöldi byltingarinnar um daginn. Og ekki má gleyma nokkrum af bestu trommuleikurum landsins sem tóku sig saman og léku á tröppum Alþingis, eða fagnaðartónleikum byltingarinnar þar sem XXX Rottweiler hundar voru aðalnúmerið ásamt fleiri "unglingahljómsveitum". Það er því fjarri sanni sem gefið er í skyn í þessari frétt, að Bubbi sé einn í þessu eða unga kynslóðin sé eitthvað slök.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2009 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband