26.2.2009 | 14:31
Takk fyrir
Þá hafa kommúnistar og undirmálsmenn fengið sínu framgengt. Tveir þaulreyndir menn sendir út úr húsi fyrir engar sakir. Davíð Oddsson var, er og verður magnaður persónuleiki og ég ætla að vona að hann snúi sér að landsmálum. Ef hundingjar þeir sem að þessu standa halda virkilega að ástandið lagist með því að koma laumukomma í starfið þá er það misskilningur. Davíð er eini maðurinn sem hefur talað skiljanlega íslensku varðandi þessa svokölluðu kreppu. Það er ekki farið að rigna á einn einasta haus og menn hafa ennþá eitthvað að éta, hvað er málið. Við komum einungis sterkari útúr þessum hremmingum.
Börn eru sprengd í búta sem ekki er hægt að raða saman eftir sprengjuregn á Gasa og enginn segir neitt. Algjörir aumingjar hver einasti þingmaður, allir sem einn.
Það styttir upp um síðir.
Hvernig væri að snúa nornaveiðunum í rétta átt. Getulausir andskotar sem glefsa í ranga menn. Það verður væntanlega ákaflega lítið sem þessi sorglega stjórn á eftir að koma í verk. Fáranlega stuttur tími í kosningar og alltof lítill tími til að alvöru endurnýjun verði í íslenskum stjórnmálum. Minn flokkur sjálfstæðisflokkur kemur vonandi skelfilega útúr kosningum verðskuldað. Þar þarf heldur betur að laga til. Framsókn er byrjuð og það er fínt. Samfylking breytist ekkert og vinstri grænir staðnaðir þar sem enginn þorir að vera með sjálfstæða skoðun sem skarast við forystu flokksins. Steingrímur J. og kumpánar í eignarhaldsfélaginu berja niður allar frjálsar skoðanir.
Mér var ekki kennt að lífið væri auðvelt og fólk lærir af mótlæti í lífinu. Verum bjartsýn því án hennar eigum við ekki framtíð.
Seðlabankastjórar kvöddu starfsfólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af skrifum þínum að dæma er manni ljóst að það er ekki einungis hafragrautur í höfuðkúpunni á þér í staðinn fyrir heila, heldur er hann líka frosinn.
Þú titlar þig "andsnúinn öll því sem rangt er" en segir svo í pistlinum að þú sért sjálfstæðismaður. Þú hlýtur þá að vera andsnúinn sjálfum þér.
Grímur H. Kolbeinsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 17:48
Það er gott að gegnheill kommúnisti einsog þú Grímur kunnir að lesa og takk fyrir tímann sem þú eyddir í lesturinn
Sigurður Guðmundsson, 27.2.2009 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.