Greindarskortur

Eru menn orðnir eitthvað skemmdir eftir hremmingar síðustu mánaða. Það er með öllu óásættanlegt að hefja hvalveiðar að nýju þegar ferðaþjónustan er ljósið í myrkrinu í atvinnumálum. Við höfum ekki efni á að taka áhættu með ferðaþjónustuna sem hefur blómstrað sl. ár. Þær barnalegu auglýsingar sem sjávarútvegurinn lét birta hér fyrir nokkrum vikum um að hefja ætti hvalveiðar að nýju komu fram á sérstökum tíma. Á sama tíma grétu útgerðarmenn vegna óhagstæðra gengissamninga við bankana. Umræður um lækkun eða niðurfellingu skulda útgerðarinnar við bankana var áberandi í umfjöllun fjölmiðla. Þá er sjálfsagt að beina óþægilegri umræðu um útgerðina á aðrar brautir. HVALVEIÐAR ! Það er lausnin, höldum okkar striki og veiðum hval, þá hverfur umræðan um samspil banka og útgerðar. Að sjálfsögðu eiga sömu menn og veiddu hér hval fyrir nokkrum áratugum að sitja einir um þær skepnur sem drepnar verða. Viðhöldum firrtu eignarhaldi á því sem enginn í rauninni á. Fyrir hvaða sakir er engum öðrum hleypt að kjötkötlunum. Kristján greyið Loftsson og félagar eiga að bjarga erfiðum efnahag með hvalkjöti sem fáir vilja kaupa. Frystigeymslur landsins eru þegar fullar af fiski sem ekki selst.

Mikið er ég feginn sem sjálfstæðismaður að nú fáum við vinstri stjórn


mbl.is Alvarlegt ef ný stjórn bannar hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Góður pistill, hjartanlega sammála þér!

Ólafur Ingólfsson, 28.1.2009 kl. 11:47

2 identicon

 Veit ekki betur en Kristján í hvalnum hafi selt allan þann hval sem hann veiddi hér um árið. Fólk hættir ekkert að ferðast þó veiddur sé Hvalur. Þeir fara fyrst í hvalaskoðunarferð og að henni lokinni koma þeir við á Sægreifanum og gæða sér á Hrefnukjöti.

Svo er náttúrulega sjálfsagt að Kristján sjái um veiðarnar. Hann hefur bæði tækin og reynsluna.

Ég held að það sé meiri hætta á að ferðamenn hætti að koma vegna heimskreppu sem virðist vera að skella á. 

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband